Prenthaus

Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu Þór/KA

Mynd: ka.is

Þór/KA tók á móti Fylki í Pepsi deild kvenna í gær. Þór/KA stúlkur sem sitja á toppi deildarinnar lentu í basli með Fylkiskonur í leiknum. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir pásu vegna EM í knattspyrnu. Þór/KA komus 1-0 yfir í leiknum en Fylkiskonur skoruðu þrjú mörk í kjölfarið og komust í 3-1. Það stefndi allt í fyrsta tap Þór/KA en ótrúlegar lokamínútur gerðu það að verkum að leikurinn endaði 3-3.

Sandra Stephany Mayor skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA og Sandra María Jessen eitt. Öll mörkin og helstu atvik úr þessum ótrúlega markaleik má sjá hér að neðan.

 

Sambíó

UMMÆLI