beint flug til Færeyja

Sjáðu magnað mark Sveins MargeirsSveinn Margeir í leik gegn Val. Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Sjáðu magnað mark Sveins Margeirs

Sveinn Margeir Hauksson skoraði stórglæsilegt mark í stórsigri KA á Leikni í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Sveinn kom KA mönnum í 5-0 með markinu og tryggði stærsta útisigur í sögu KA manna í efstu deild í fótbolta.

Sveinn fékk boltann á eigin vallarhelmingi og fór fram hjá nokkrum Leiknismönnum á leið sinni yfir völlinn að vítateig andstæðinganna þar sem að hann smellti boltanum í netið rétt fyrir utan teig.

Sjá einnig: Stærsti útisigur KA í efstu deild í knattspyrnu

Sveinn hefur verið að spila vel fyrir KA í sumar og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, vill að hann fari að fá tækifæri hjá U21 landsliði Íslands.

„Vil benda mönnum á að Sveinn Margeir er gjaldgengur í U21. Er að spila stórkostlega þessa dagana og kórónaði það með frábæru marki í dag,“ skrifaði Sævar á Twitter síðu sína eftir leik KA og Leiknis.

Mark Sveins má sjá á myndbandinu hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó