Sjáðu magnaða endurkomu KA – Myndband

KA mætir Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins

KA-menn eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins í fótbolta eftir endurkomusigur á Selfyssingum í Boganum í dag.

Selfoss komst yfir með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks en KA-menn tóku sig til og rúlluðu yfir gestina í síðari hálfleik.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á KA-TV og sáu bræðurnir eldhressu Siguróli Magni og Jón Heiðar Sigurðssynir um að lýsa því sem fyrir augu bar. Búið er að klippa saman myndband með mörkum leiksins en það má sjá hér að neðan.

KA 4 – 1 Selfoss
0-1 Alfi Conteh Lacalle, víti (’41)
1-1 Almarr Ormarsson (’47)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (’54)
3-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’58)
4-1 Daníel Hafsteinsson (’89)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó