Sjáðu mörkin úr sigri Þór/KA á Stjörnunni

Þór/KA trónir á toppi Pepsi-deildarinnar með fullt hús stiga

Þór/KA hafa spilað frábærlega í Pepsi deildinni í sumar og unnið alla 7 leiki sína. Liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæ í gær og vann öruggan 3-1 sigur. Stjarnar eru núverandi Íslandsmeistarar og hefðu getað komist upp fyrir Þór/KA með sigri.

Sjá einnig: Þór/KA ekki í vandræðum með Íslandsmeistarana

Mörk Þór/KA skoruðu Sandra Stephany Mayor, Natalia Gomez og Hulda Ósk Jónsdóttir. Agla María Albertsdóttir kom Stjörnunni í 1-0. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó