NTC netdagar

Sjáðu mörkin þegar KA valtaði yfir Víking Ólafsvík

Emil Lyng hlóð í þrennu

KA menn gerðu góða ferð á Ólafsvík í gær og unnu öruggan sigur á Víkingi Ó 4-1. KA menn sitja í 4. sæti Pepsi deildarinnar eftir frábæra byrjun aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni, Val og Grindavík sem deila toppsætinu.

Emil Lyng skoraði þrjú mörk fyrir KA og Elfar Árni Aðalsteinsson eitt. Mark Víkinga í leiknum var einkar glæsilegt og alveg hægt að leyfa sér að njóta þess líka fyrst sigur KA var eins stór og raun varð. Ágúst Stefánsson tók saman myndband úr kvöldfréttum Rúv sem má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó