Sjáðu mörkin úr leik Þórs og Leiknis F.

Gunnar Örvar kom Þórsurum á bragðið

Þórsarar unnu 2-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í 11.umferð Inkasso deildarinnar í gær þegar Fáskrúðsfirðingar komu í heimsókn á Þórsvöllinn.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Þórsurum í 1-0 eftir frábæran undirbúning Jónasar Björgvins Sigurbergssonar í fyrri hálfleik en Þórsarar fengu aragrúa af færum í fyrri hálfleik án þess þó að ná að auka forystuna.

Jesus Guerrero Suarez jafnaði metin fyrir gestina með þrumufleyg á 71.mínútu en Þórsarar náðu að innbyrða stigin þrjú því varnarmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson var réttur maður á réttum stað í teignum á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu Þórs sem hefur klippt saman myndband með mörkum leiksins. Það má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó