Vinna og vélar

Sjáðu mörkin úr leik Þórs og Þróttar

Aron Kristófer Lárusson skoraði og lagði upp

Þórsarar unnu 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík í Inkasso-deildinni í fótbolta í gærkvöldi þegar liðin áttust við á Þórsvelli. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Þórsara til að geta keppt um efstu sætin en þeir sitja í fjórða sæti, þremur stigum frá öðru sæti sem gefur keppnisrétt í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Aron Kristófer Lárusson gerði fyrra mark Þórs og reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín hið síðara.

Leikurinn var sýndur beint á heimasíðu Þórs og hefur nú verið klippt saman myndband með mörkum leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan.

UMMÆLI

Sambíó