Prenthaus

Sjáðu útsýnið úr nýju rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar

Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar eru í fullum gangi. Stefnt er að opnun nýrra rennibrauta í byrjun næsta mánaðar. Rennibrautirnar eru farnar að taka á sig mynd og í dag var lokið við að setja utan um upphitaða turninn sem labbað er upp að rennibrautunum. Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi kíkti í turninn í dag og smellti af þessum myndum.

Ingibjörg segir í Facebook færslu að í næsta mánuði muni Akureyringum og gestum þeirra bjóðast ein flottasta rennibrautaaðstaða á landinu. Myndirnar úr turninum má sjá hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó