Origo Akureyri

Sjálfbær gagnaversþjónusta atNorth hlýtur tvenn alþjóðleg verðlaun

Sjálfbær gagnaversþjónusta atNorth hlýtur tvenn alþjóðleg verðlaun

atNorth fékk verðlaun fyrir hýsingarþjónustu og uppbyggingu stafrænna innviða. 

Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hlaut „Colocation Provider of the Year“-verðlaunin fyrir gagnaversþjónustu sína á verðlaunahátíð Electrical Review og Data Centre Review 16. maí sl. Í fyrradag, 22. maí, hlaut atNorth svo alþjóðleg verðlaun Tech Capital í flokknum „Digital Infrastructure Project of the Year“.

Verðlaunin í flokki Tech Capital eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni á sviði uppbyggingar stafrænna innviða, þar sem sérstaklega er horft til áhrifa á þróun iðnaðarins og tengingu við nærsamfélagið.

Verðlaun Electrical Review og Data Centre Review voru veitt fyrir góðan árangur í tengslum við hýsingu fyrir fyrirtækið Shearwater Geoservices. Fyrirtækið flutti hluta af stórvirkri tölvuvinnslu sinni (e.HPC) í Bretlandi í gagnaver atNorth á Íslandi og náði með því að minnka útblástur CO2 um 92% og kostnað um 85%.

„Við erum hæstánægð með þessi verðlaun,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth. „Það er mikill heiður að þjónusta eins og okkar, með sjálfbærni að leiðarljósi skuli hljóta viðurkenningu meðal fremstu fyrirtækja í þessum geira. Verðlaunin styðja við val á Íslandi sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir sjálfbæra hýsingu og vinnslu gagna.“

Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth og gerir viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að draga úr kolefnisfótspori upplýsingatæknivinnslu sinnar og minnka kostnað.

Í báðum verðlaununum sem atNorth hlaut í maí leggur fjölmenn dómnefnd sérfræðinga mat á framlög í hverjum flokki og veitir viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur. Leitast er við að verðlauna fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar uppsetningu og rekstur, um leið og virtir eru ítrustu staðlar á sviði umhverfis, öryggis, og orkunýtingar.

Verðlaunin koma í kjölfar þess að atNorth greindi nýverið frá því að Crusoe og Advania væru nýir viðskiptavinir fyrirtækisins. Undanfarið hefur atNorth líka hlotið margvíslega aðra viðurkenningu, svo sem frá: Datacloud Global AwardsEnergy AwardsTechRound’s Sustainability60, og UK Green Business Awards.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó