Sjálfsöruggar, sterkar, kynþokkafullar, opinskáar og frakkar konur

Sjálfsöruggar, sterkar, kynþokkafullar, opinskáar og frakkar konur

Þær Silja Björk Björnsdóttir og Tinna Haraldsdóttir ræða um þær Chidera Eggerue og Amber Rose í þriðja þætti hlaðvarpsins Kona er nefnd.

„Tvær magnaðar konur sem berjast gegn feðraveldinu og kúgun kvenna, gegn drusluskömmun og þöggun, og með valdeflingu! Minnum á Druslugangan næsta sunnudag, 27. júlí! Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 svo við mælum með að mæta fyrr, búa til skilti, njóta stemmingarinnar og ganga gegn þöggun og nauðgunarmenningu,“ segir á Facebook síðu Kona er nefnd.

Silja og Tinna lýsa konum þáttarins sem sjálfsöruggum, sterkum, kynþokkafullum, opinskáum og frökkum – og það hefur oft verið nýtt gegn þeim. Chidera Eggerue, eða The Slumflower og Amber Rose eru konur þriðja þáttar Kona er nefnd sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

https://open.spotify.com/episode/2Y4UG95vm1jx9j7bAchgw2?si=Dg1y257GSHegPpCYnMOsZg
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó