Origo Akureyri

Sjálfsöruggar, sterkar, kynþokkafullar, opinskáar og frakkar konur

Sjálfsöruggar, sterkar, kynþokkafullar, opinskáar og frakkar konur

Þær Silja Björk Björnsdóttir og Tinna Haraldsdóttir ræða um þær Chidera Eggerue og Amber Rose í þriðja þætti hlaðvarpsins Kona er nefnd.

„Tvær magnaðar konur sem berjast gegn feðraveldinu og kúgun kvenna, gegn drusluskömmun og þöggun, og með valdeflingu! Minnum á Druslugangan næsta sunnudag, 27. júlí! Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 svo við mælum með að mæta fyrr, búa til skilti, njóta stemmingarinnar og ganga gegn þöggun og nauðgunarmenningu,“ segir á Facebook síðu Kona er nefnd.

Silja og Tinna lýsa konum þáttarins sem sjálfsöruggum, sterkum, kynþokkafullum, opinskáum og frökkum – og það hefur oft verið nýtt gegn þeim. Chidera Eggerue, eða The Slumflower og Amber Rose eru konur þriðja þáttar Kona er nefnd sem má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

https://open.spotify.com/episode/2Y4UG95vm1jx9j7bAchgw2?si=Dg1y257GSHegPpCYnMOsZg
Sambíó

UMMÆLI