Sjálfstæðisfélögin á Akureyri lýsa yfir stuðningi við þær stjórnmálakonur sem stigið hafa fram

Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í síðustu viku var samþykkt ályktun þar sem ráðið lýsir yfir stuðningi við þær stjórnmálakonur sem stigið hafa fram og lýst skuggahliðum kynbundins ofbeldis og áreitni í störfum sínum og beinir því til forystu Sjálfstæðisflokksins að mótaðir verði verkferlar til að taka á málefnum sem þessu.

Ályktun fundar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 22. nóvember 2017:

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri lýsir yfir stuðningi við þær stjórnmálakonur sem stigið hafa fram og lýst skuggahliðum kynbundins ofbeldis og áreitni í störfum sínum .

Gagnkvæm virðing er grundvöllur eðlilegra samskipta og samstarfs hvort sem er í lífi eða starfi. Því heitir fulltrúaráðið á að allir leggi sig að fullu fram um bætta og betri stjórnmálamenningu.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri beinir því til forystu Sjálfstæðisflokksins að mótaðir verði verkferlar til að taka á málefnum sem þessu.

Sjá einnig:

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sambíó

UMMÆLI