Sjanghæ opnar aftur á morgun


Veitingastaðurinn Sjanghæ, sem hefur verið lokaður síðan fréttaflutningur Rúv um meint mansal á staðnum fór í loftið, opnar aftur á morgun. Eins og Kaffið greindi frá í gær hefur eigandi staðarins gefið það út að hún ætli að kæra fréttastofu Rúv vegna fréttarinnar en hún segir bæði sig og fjölskyldu sína hafa hlotið mikinn skaða vegna hennar bæði í atvinnurekstri og í einkalífi.

Stuttu eftir að Rúv birti fréttina kom í ljós að ekkert athugavert fannst við starfsmannamál veitingastaðarins og launamál starfsmanna öll í samræmi við kjarasamninga.

Sjá einnig:

Rosita ætlar að kæra RÚV og sakar fréttastofu um rasisma

UMMÆLI

Sambíó