NTC netdagar

Sjúkrabílar farið sex ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng – Þegar farin að auka öryggi íbúa

Sjúkrabílar farið sex ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng – Þegar farin að auka öryggi íbúa

Undanfarna daga hafa sjúkrabílar frá Húsavík farið sex ferðir í gegnum Vaðlaheiðargöng. Bílarnir hafa farið í gegn bæði vegna þess að Víkurskarðið var ófært en einnig vegna þess að tími flutnings skipti máli.

Þetta segir í svari frá Jóni Helga Björnssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands við fyrirspurn Vikudags.is. Í einu tilfellinu var um að ræða flutning á konu sem var að því komin að fæða. Víst þykir að hún hefði átt barnið í bilnum ef göngin hefðu ekki verið notuð til að stytta leiðina.

„Göngin eru því þegar farin að auka öryggi íbúa í Þingeyjarsýslum með því að stytta tíma flutninga og með auknu öryggi um færð þegar veður eru válynd,“ segir Jón Helgi við Vikudag.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó