Sjúkrahúsið á Akureyri fær góða gjöf

Starfsfólk almennu göngudeildarinnar. Mynd/Sjúkrahúsið á Akureyri

Þórunn Hilda Jónasdóttir,  framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítala, setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Markmið Þórunnar var að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir deild 11 B á Landspítalanum, þar sem fólk fer í lyfjameðferð  vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma.

Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir almennu göngudeildina á Akureyri.

Almenna göngudeildin á Sjúkrahúsinu á Akureyri fékk gjöfina frá Þórunni þann 29. janúar síðastliðinn. Þetta voru tvær spjaldtölvur sem munu nýtast einstaklingum sem eru í meðferð á deildinni.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó