Sjúkrahúsið á Akureyri kaupir Alfa lyfjasérfræðilausn

Sjúkrahúsið á Akureyri kaupir Alfa lyfjasérfræðilausn

Sjúkrahúsið á Akureyri og Þula – Norrænt hugvit ehf. hafa undirritað samning um kaup og innleiðingu sjúkrahússins á hugbúnaðarlausninni Alfa frá Þulu. Alfa er sérhæfður hugbúnaður sem styður við verkferla tengda lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum. Með Alfa er hægt að auka yfirsýn og bæta stórlega verkferla sem áður hafa byggt á pappírsskráningum.

Tilgangur sjúkrahússins með innleiðingu á Alfa er aukið öryggi, tímasparnaður og rekstrarleg hagræðing. Alfa-lausnin verður samþætt við birgða- og fjárhagskerfi sjúkrahússins ásamt fyrirmælakerfi lyfja. Alfa hefur verið í notkun á fjölda sjúkrahúsa í Noregi á síðustu árum ásamt því sem hún hefur þjónað Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar og Lyfjaveri í rúmt ár. Sjúkrahúsið á Akureyri er hins vegar fyrsta sjúkrahúsið á Íslandi til að taka Alfa í notkun.

Samhliða innleiðingu Alfa mun Sjúkrahúsið á Akureyri taka í notkun klínískan lyfjasérfræðigrunn sem öll lyfjatengd hugbúnaðarkerfi sjúkrahússins munu byggja á. Um er að ræða yfirgripsmikinn gagnagrunn sem inniheldur ítarlegar upplýsingar um flókna eiginleika lyfja og styður heilbrigðisstarfsmenn í klínískri ákvarðanatöku. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur grunnur verður notaður á Íslandi, en Þula ehf. hefur í samstarfi við norsku lyfjastofnunina haft veg og vanda af staðfærslu grunnsins fyrir íslenskar aðstæður. Í Noregi heitir grunnurinn FEST en íslenskt nafn hefur ekki verið valið enn sem komið er. Staðfærsla grunnsins fyrir íslenskar aðstæður var styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Sambíó

UMMÆLI