Origo Akureyri

Sjúkratryggingar stöðva starfsemi Heilsuverndar á Akureyri tímabundið

Sjúkratryggingar stöðva starfsemi Heilsuverndar á Akureyri tímabundið

Sjúkratryggingar Íslands hafa meinað tveimur læknum Heilsuverndar í Kópavogi að sinna skráðum sjúklingum stöðvarinnar frá Læknastofum Akureyrar. Annar læknirinn hafði sinnt störfum þar frá því í febrúar og hinum ætlað að hefja störf í mars.

Heilsuvernd greinir frá því á Facebook að Heilsugæslunni Urðarhvarfi hafi borist bréf frá Sjúkratryggingum Íslands sem kemur að óbreytt í veg fyrir að þau Valur Helgi Kristinsson og Guðrún Dóra Clarke, heimilislæknar, starfi í aðstöðu á Læknastofum Akureyrar. Valur hóf störf 2. janúar síðastliðinn og Guðrún hefur störf núna þann 1. mars.

Aðstaðan á Læknastofunum á Akureyri var ætluð til að koma til móts við þarfir skráðra skjólstæðinga heilsugæslunnar, sem búa á Akureyri og vilja hitta heimilislækni sinn. Í tilkynningu Heilsuverndar á Facebook segir að Læknastofur Akureyrar séu í viðurkenndu umhverfi þar sem möguleiki á þverfaglegu samstarfi sé mikill og góð reynsla af þjónustu við sjúklinga á öllum aldri með mismunandi heilsufarsvanda sé til staðar.

UMMÆLI

Sambíó