Færeyjar 2024

Skattakóngar Norðurlands eystra allir búsettir á Akureyri

Skattakóngar Norðurlands eystra allir búsettir á Akureyri

Þeir fimm einstaklingar sem borga mesta skatta á Norðurlandi eystra eru allir búsettir á Akureyri. Geir Valur Ágústsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ait Atlanta greiddi mest í skatt á svæðinu eða um 45,4 milljónir króna samkvæmt álagningarskrá.

Atli Örvarsson, tónskáld, greiddi rúmar 40 milljónir króna í skatt á síðasta ári. Sá þriðji á listanum er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem greiddi 36 milljónir í skatta á síðasta ári.

Á vef Stundarinnar má finna umfjöllun um skattakónga Norðurlands eystra árið 2020.

Tekjur og fjármagnstekjur á árinu 2020

1. Geir Valur Ágústsson 154 m.kr.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Air Atlanta

2. Atli Örvarsson 152 m.kr.

Tónskáld

3. Þorsteinn Már Baldvinsson 131 m.kr.

Forstjóri Samherja

4. Frímann Jóhannsson 112 m.kr.

Útgerðarmaður

5. Jón Kjartan Jónsson 109 m.kr.

Framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja

UMMÆLI

Sambíó