Prenthaus

Skautafélag Akureyrar byrjar vel í baráttunni um Íslandmeistaratitilinn

Skautafélag Akureyrar byrjar vel í baráttunni um Íslandmeistaratitilinn

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna í íshokkí hófst í gær í Skautahöllinni á Akureyri þegar Skautafélag Akureyrar tók á móti Fjölni. SA, fer afskaplega vel af stað í bar­átt­unni um Íslands­meist­ara­titil­inn en liðið vann stórsigur í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi. Tvo sigra þarf til þess að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.

SA konur unnu leikinn 13-1 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Egilshöll í Grafarvogi á morgun, fimmtudag.

Sunna Björg­vins­dótt­ir skoraði þrjú mörk fyr­ir SA, Saga Sig­urðardótt­ir og Hilma Bergs­dótt­ir tvö mörk og þær María Ei­ríks­dótt­ir, Kol­brún Garðars­dótt­ir, Berg­lind Leifs­dótt­ir, Jón­ína Guðbjarts­dótt­ir, Teresa Snorra­dótt­ir og Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir skoruðu allar eitt mark.

UMMÆLI