Skemmdarverk við sjóböðin á Hauganesi: „Örugglega gert í einhverri fljótfærni”

Skemmdarverk við sjóböðin á Hauganesi: „Örugglega gert í einhverri fljótfærni”

Óprúttinn aðili braut upp peningakassa við sjóböðin á Hauganesi og tók þann pening sem þar hafði safnast. Við ströndina á Hauganesi hafa verið settir þrír heitir pottar og sturtuaðstaða fyrir gesti. Þar er gestum bent á að borga litla upphæð til að styrkja verkefnið.

Elvar Reykjalín er einn af þeim sem sér um aðstöðuna en hann segir á Facebook síðu sinni í dag að mörg ár taki að borga hana upp með þeim litla pening sem safnist í kassann.

Elvar ávarpar þjófinn og biður hann um að heyra í sér svo hægt sé að klára málið í vinsemd.

„Vissir þú að það kostaði okkur mikinn pening og mikla vinnu að gera þessa aðstöðu sem svo margir hafa notið og glaðst í. Það er ekki fallegt að stela og skemma og kannski ertu með smá samviskubit út af þessu því þú hefur örugglega gert þetta í einhverri fljótfærni,” skrifar Elvar.

Ég hvet þig til að heyra í mér og við klárum þetta mál í vinsemd og tökum svo smá knús og verðum perluvinir á eftir. Þetta fer ekkert lengra og þú ert alltaf velkominn í pottana ljúfurinn.

Sambíó

UMMÆLI