Skemmtilegir viðburðir í Portinu í sumar

Skemmtilegir viðburðir í Portinu í sumar

Nokkrir rekstraraðilar á Akureyri hafa tekið höndum saman og skipulagt röð viðburða í sumar í Portinu á milli Göngugötunnar, Ráðhústorgs og Skipagötu.

Fyrsti viðburðurinn hefst í dag, 4. júlí, á milli 13 og 18. Tónlistarfólkið Cell7 og Haki koma fram ásamt því að listamenn í Stúdíó Stíl gera vegglistaverk fyrir allra augum.

Veitingastaðir við Portið verða með tilboð á mat og drykk og IceWear stendur að matarmarkaði í samstarfi við Huldubúð.

Hægt er að ganga inn í portið frá Skipagötu eða í gegnum verslun IceWear í göngugötunni og í gegnum skot við Skipagötu. Einnig er hægt að komast inn í gegnum veitingastaðina Berlín og Kurdo Kebab.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó