Skildi listaverk sín eftir fyrir utan heimili á Akureyri

Skildi listaverk sín eftir fyrir utan heimili á Akureyri

Það hafa eflaust einhverjir íbúar á Akureyri orðnir hissa í síðustu viku þegar þeir fundu listaverk í körfu með dularfullum skilaboðum við útidyrahurðina á heimilum sínum. Norðlenski listamaðurinn Þórður Indriði Björnsson stendur á bak við gjörninginn en hann segir að honum hafi lengi langað til þess að láta verkefnið verða að veruleika.

Hann setti 16 af listaverkum sínum í körfur og dreifði þeim fyrir framan heimili í bænum þar sem hann dinglaði og skildi verkin eftir.

Þórður segist alltaf hafa verið heillaður af málum þar sem foreldrar eru að glíma við það erfiðar aðstæður að þeim finnst þau neyðast til þess að skilja börnin sín eftir. Hann ólst upp við það að sjá þetta í teiknimyndum þar sem börn voru skilin eftir við heimili.

Hann segist hafa sameinað þessar pælingar við þá hugmynd að listaverk væru nokkurskonar börn listamanna sem fæddust í gegnum listrænt ferli. Hann sagði að það hafi verið gífurlega erfitt að láta verkin frá sér og að hann geti ekki ímyndað sér hversu erfitt það sé að láta raunveruleg börn frá sér.

Á miðanum sem fylgdi málverkunum stóð: „Afsakið þessa uppákomu. Vegna erfiðra aðstæðna varð ég að gefa barnið mitt. Ég er ekki fær um að hugsa um það og þetta barn á skilið miklu betra líf heldur en það sem ég get gerið því. Ég vona að barnið sé velkomið á þetta heimili. Mér þykir þetta leitt. Fyrirgefið mér.“

Þórður fór yfir ferlið í myndbandi á samfélagsmiðlum sem má sjá hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó