Skipulagsráð vinnur að breytingum á reglum um lokanir gatna í miðbænumMynd: Bjarki Freyr Brynjólfsson

Skipulagsráð vinnur að breytingum á reglum um lokanir gatna í miðbænum

Skipulagsráð Akureyrarbæjar vinnur um þessar mundir að breytingum á reglum um lokanir gatna í miðbæ Akureyrar. Tveir kostir hafa verið lagðir fram til kynningar sem tillögur að aukinni lokun þess hluta Hafnarstrætis sem kallast Göngugata. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Sjá einnig: Göngugatan stendur ekki undir nafni

Fyrsti kosturinn er sá að gatan verði lokuð alla daga í júní, júlí og ágúst frá klukkan 11 til 19. Hinn kosturinn er sá að í júní verði gatan lokuð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11 til 19, í júlí verði hún lokuð alla daga frá klukkan 11 til 19 og í ágúst verði hún svo aftur lokuð einungis á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá kukkan 11 til 19.

Hér má sjá gildandi samþykkt um lokanir gatna í miðbænum. Akureyrarbær hefur óskað eftir viðbrögðum hagsmunaaðila og íbúa við ofangreindum tillögum. Athugasemdum og ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til og með 22.apríl 2022.

Sjá einnig: Kannar hvort það sé áhugi á því að loka Göngugötunni alveg fyrir bílaumferð yfir sumartímann

Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir munu koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér

UMMÆLI

Sambíó