Skráning í Arctic Chef og Arctic Mixologist hafin

Skráning í Arctic Chef og Arctic Mixologist hafin

Í dag, 19. mars, var opnað fyrir skráningu í Arctic Chef keppnina árið 2023. Í síðustu viku var einnig opnað fyrir skráningar í Arctic Mixologist. Keppnirnar verða haldnar í Verkmenntaskólanum á Akureyri 29. apríl næstkomandi.

„Í fyrra komust færri að en vildu og einungis sex sæti eru í boði og eru strax skráningar farnar að tikka inn. Unnið verður með „mysteri basket“ fyrirkomulagið sem verður kynnt keppendum þegar nær dregur. Við minnum á að skráning í Arctic Mixologist er einnig í fullum gangi og stefnir í hörku keppni,“ segir í tilkynningu Arctic Challenge sem sér um keppnirnar.

Allar skráning fara í gegnum netfangið info@arcticchallenge.is og allar upplýsingar má nálgast í gegnum netfangið arni@arcticchallenge.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó