Skuggatríó Sigurðar Flosasonar spilar í Hofí í maí

Skuggatríó Sigurðar Flosasonar spilar í Hofí í maí

Þann 18. maí kemur Skuggatríó Sigurðar Flosasonar fram á SumarJAZZ í Hofi. Tríóið spilar blúsmengaðan jazz og jazzskemmdan blús. Skemmtileg, aðgengileg tónlist þar sem fílingurinn er fyrirrúmi og bítið ræður ríkjum.

Tríóið skipa Sigurður Flosason saxófónleikari, Þórir Baldursson á hammond orgel og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Sérstakur gestur verður Magni Ásgeirsson söngvari.

SumarJAZZ tónleikaröðin í Hofi er samstarf Menningarfélags Akureyrar og 1862 Nordic Bistro.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó