Gæludýr.is

Skúli Bragi nýr verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefndMynd: fjolmidlanefnd.is

Skúli Bragi nýr verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd

Skúli Bragi Geirdal hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd og mun annast verkefni sem tengjast miðlalæsi og gerð nýrrar miðla- og upplýsingalæsisstefnu, ásamt framkvæmdaáætlun. Þetta kemur fram á vef Fjölmiðlanefndar.

Þar segir að um sé að ræða nýja stöðu hjá fjölmiðlanefnd sem felst annars vegar í stefnumótunarvinnu og hins vegar í verkefnisstjórnun til að fylgja stefnumálum eftir. „Verkefnin munu miða að því að ná til fólks á öllum aldri til að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og vera gagnrýnið á það hvaðan upplýsingar koma,“ segir í tilkynningu.

Skúli útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri með gráðu í Fjölmiðlafræði, ásamt því að hafa stundað nám við grafíska hönnun í Myndlistarskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað við dagskrárgerð, ritstjórn og hönnun hjá N4 frá árinu 2018 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumótun á miðlinum. Þá hefur hann einnig annast stundarkennnslu í fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri, starfað sjálfstætt við hönnun og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó