Skúli Gunnar í 10. sæti á The Portuguese Intercollegiate Open

Skúli Gunnar í 10. sæti á The Portuguese Intercollegiate Open

Skúli Gunnar Ágústsson úr GA lauk leik á samtals 13 höggum yfir pari á The Portuguese Intercollegiate Open sem haldið var á Penha Longa Resort í Lissabon dagana 3-6 febrúar.

Skúli spilaði hringina þrjá á 78-77-74 og var jafn tveimur öðrum í 10. sæti í flokki 18 ára og yngri. Sigurvegarinn kom frá Þýskalandi, Luis Finn Buech, en hann spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. 

Næsta Global Junior mót hjá Skúla hefst í dag, Atlantic Youth Trophy. Skúli hefur leik 11:41 á staðartíma og óskum við honum góðs gengis.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: https://globaljuniorgolflive.com/gjgdb/2021liveScoringresponsive.php?tournamentid=229&gender=1&ak=0&dak=14

UMMÆLI