NTC netdagar

Slæm byrjun SA heldur áfram

SA Víkingar léku sinn annan leik á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi þegar þeir heimsóttu Björninn í Egilshöllina. Skemmst er frá því að segja að Björninn vann stórsigur 7-0 og SA menn því með 0 stig eftir fyrstu tvo leikina.

Úlfar Andrésson, Hugi Stefánsson og Brynjar Bergmann komu Birninum í 3:0 í fyrsta hluta. Elvar Ólafsson og Úlfar bættu við mörkum í öðrum hluta og þeir Edmunds Induss og Brynjar innsigluðu sigurinn í þeim þriðja, 7:0.

Mynd tekin af www.sasport.is

Mynd tekin af www.sasport.is

Í hinum leiknum á Íslandsmótinu vann Esjan góðan sigur á SR 4-1. SA heimsækir Esjumenn til Reykjavíkur næsta laugardag en Esjan situr á toppnum með tvo sigra í fyrstu tveim leikjum sínum á meðan Íslandsmeistarar SA eru stigalausir á botni riðilsins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó