Slagsmál brutust út í tapi KA – Sjáðu myndbandið

Slagsmál brutust út í tapi KA – Sjáðu myndbandið

KA menn töpuðu gegn HK í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær 2-1. KA menn eru nú í fallbaráttu í deildinni en liðið er í tíunda sæti eftir tapið í gær.

Það varð allt vitlaust í lok leiksins þegar staðan var 2-1 fyrir HK og þeir reyndu að tefja leikinn við hornfánann. HK-ingurinn Bjarni Gunnarsson fékk að líta rautt spjald eftir slagsmál við þá Steinþór Frey Þorsteinsson og Hrannar Björn Steingrímsson leikmenn KA.

Vísir.is birti í dag myndband af atvikinu sem má sjá hér að neðan.


UMMÆLI

Sambíó