NTC

Slapp ómeiddur þegar mjólkurbíll valt út af veginum í EyjafjarðasveitSkjáskot: RÚV

Slapp ómeiddur þegar mjólkurbíll valt út af veginum í Eyjafjarðasveit

Bílstjóri mjólkurbíls sem valt út af veginum fyrir neðan Hranastaði í Eyjafjarðarsveit nú í hádeginu komst út úr bílnum af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. Bíllinn hafnaði á hvolfi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Á vef RÚV er haft eftir slökkviliðsmanni á vettvangi að það þyki mildi að bílstjórinn hafi ekki slasast. Mun meira tjón hafi orðið á bílnum farþegamegin en þar sat enginn.

„Mikið af mjólk fór til spillist og rann út úr tanki bílsins. Hvítur lækur hefur myndast við bílinn því mjólk streymdi úr tönkum hans. Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 12.20,“ segir á vef RÚV en þar má einnig sjá myndband af mjólkinni streyma úr bílnum.

Sambíó

UMMÆLI