Slasaðist þegar geymslutankur fyrir bensín sprakk

Slasaðist þegar geymslutankur fyrir bensín sprakk

Lítil sprenging varð í tanki við bensínstöð N1 að Hörgárbraut á Akureyri í morgun sem olli því að ítalskur karlmaður sem var þar að stöfum slasaðist. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar kemur fram að karlmaðurinn hafi verið að starfa fyrir fyrirtæki á vefum Olíudreifingar sem sér um að þrífa geymslutanka fyrir bensín. Karlmaðurinn var fluttur með hraði á sjúkrahúsið á Akureyri en hann horfði ofan í tankinn þegar sprengingin varð og á því augnabliki kom eldur upp úr tankinum.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir í samtali við RÚV að við fyrstu sýn virðist sem maðurinn sé ekki alvarlega slasaður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó