Slökkviliðið á Akureyri kallað út í mannlausa íbúð

Slökkviliðið á Akureyri kallað út í mannlausa íbúð

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um klukkan hálf þrjú í dag vegna reyks í mannlausri íbúð í Hamarstíg. Reykurinn hafði myndast vegna þess að pottur hafði gleymst á eldavél. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Þar er haft eftir Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri að engin hætta hafi verið á ferðum. Þegar slökkviliðið mætti á svæðið var reykskynjari í gangi. Ólafur segir að atvikið minni á mikilvægi reykskynjara, nú sérstaklega þegar aðventan gengur í garð.

UMMÆLI