NTC netdagar

Slökkvistarfi á Siglufirði lauk í nótt

Slökkvistarfi í húsnæði bjórverksmiðjunnjar Seguls 67 lauk upp úr miðnætti í nótt. Eldur kviknaði snemma í gærkvöld í gömlu frystihúsi sem er hluti af húsnæði Seguls 67 en verksmiðjan sjálf slapp alveg. Eldurinn átti upptök sín í gömlum frystiklefa þar sem var mikill eldsmatur.

Slökkviliðsmenn voru töluverðan tíma að ráða niðurlögum eldsins þar sem hann var í lokuðu rými og mikinn svartan reyk lagði frá. Lögreglan á Norðurlandi Eystra greindi frá eldsvoðanum á Facebook síðu sinni og birti meðfylgjandi mynd.

Mynd: Lögreglan

UMMÆLI

Sambíó