NTC netdagar

Smáhýsi fyrir heimilislausa

Mynd: Vikudagur

Bæjaryfirvöld Akureyrar hafa ákveðið að smáhýsi fyrir heimilislausa verði reist á iðnaðarsvæði við Norðurtanga 7 á Akureyri. Skipulagsráð bæjarins hefur samþykkt að veita vesturhluta lóðarinnar til að reisa smáhýsin, tímabundið til tveggja ára. Í framhaldinu verða fundin varanleg búsetuúrræði fyrir heimilislausa á hentugri stað.

Norðurtangi er hafnarsvæði við nyrsta hluta Glerár og er fjarri íbúabyggð. Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs segir í samtali við fréttastofu RÚV að framtíðarplanið sé að hafa þetta sem iðnaðarsvæði. Róbert segir að í augnablikinu finnist ekkert annað hentugt svæði á Akureyri fyrir þessa einstaklinga sem eru í raun á götunni. Nánar er rætt við Róbert á vef RÚV.

Á fundi skipulagsráð kemur fram að þetta sé neyðarúrræði og ekki sé æskilegt að jaðarsetja fólk sem stendur höllum fæti, það myndi frekar ýta undir vanda þeirra. Því sé brýnt að finna betri úrræði til framtíðar.

UMMÆLI

Sambíó