Gæludýr.is

Smáhýsi fyrir heimilislausa tekin í notkun á Akureyri

Smáhýsi fyrir heimilislausa tekin í notkun á Akureyri

Tvö smáhýsi fyrir heimilislaust fólk á Akureyri eru tilbúin fyrir notkun við Sandgerðisbót. Áætlað er að byggja fleiri slík hús á sama stað. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Þar segir Heimir Haraldsson, formaður velferðarráðs Akureyrar, að hann telji að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.

Húsin eru 55 fermetra ogg til stendur að reisa tvö eins til viðbótar við Sandgerðisbót. Auk þess hefur bærinn keypt hús í næsta nágrenni þar sem þrjár íbúðir verða endurnýjaðar í sama tilgangi.

Heimir segir í samtali við RÚV að á milli tíu og tuttugu einstaklingar geti þurft á slíku úrræði að halda á Akureyri en að það sé misjafnt á milli ára. Ítarlega umfjöllun má finna á vef RÚV auk mynda af tilbúnum húsunum.

UMMÆLI

Sambíó