fbpx

Smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Samkvæmt nýjustu upplýsingum á covid.is eru núna níu manns í sóttkví á Norðurlandi eystra og aðeins þrjú virk smit. Fyrir helgina voru virk smit á svæðinu sjö og tíu manns í sóttkví.

Á landinu öllu greindust fjögur ný smit sl. sólahring en virk smit á landinu eru 143 og 177 manns í sóttkví.

Fólk er hvatt til að huga áfram að persónulegum sóttvörnum og fara varlega.

UMMÆLI