Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýja töflu yfir smit í umdæminu. Samkvæmt töflunni hefur smitum í umdæminu ekki fjölgað frá tölum covid.is í gær, sunnudag. Tólf eru skráðir í einangrun í umdæminu, sjö á Akureyri.
Smitum á Akureyri hefur því ekki fjölgað síðan á föstudag en eitt smit hefur bæst við á Siglufirði og Kópaskeri þar sem nú eru tvö smit á hvorum stað.
Hér er tafla lögreglunnar:

UMMÆLI