Prenthaus

Smitum fjölgar á Norðurlandi eystra – 12 smit á Akureyri

Smitum fjölgar á Norðurlandi eystra – 12 smit á Akureyri

Áfram fjölgar í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra en 22 einstaklingar eru nú í einangrun í umdæminu samkvæmt nýjustu tölum lögreglunnar. Það fjölgar um fimm í einangrun á milli daga en í gær voru 17 skráðir á covid.is.

Það fjölgar einnig töluvert í sóttkví en nú eru 78 einstaklingar í sóttkví í umdæminu samanborið við 51 í gær.

Flestir eru í einangrun á Akureyri í umdæminu en 12 virk smit eru í bænum samkvæmt póstnúmeratöflu lögreglunnar og þá eru 60 einstaklingar í sóttkví í bænum. Fimm smit eru á Kópaskeri.

„Enn eru mjög margir að greinast á landsvísu og því þurfa allir að huga að persónulegum sóttvörnum, handspritt, halda fjarlægð og nota grímu þar sem það á við. Eins að fara í sýnatöku ef menn eru með flensueinkenni og halda sig til hlés þar til niðurstaða fæst. Gerum þetta saman,“ segir í tilkynningu lögreglu.

UMMÆLI

Sambíó