Prenthaus

Smitum fjölgar á Norðurlandi eystra

Smitum fjölgar á Norðurlandi eystra

Í dag eru alls átta skráðir í einangrun vegna covid smits á Norðurlandi eystra. Það fækkar þó í sóttkví á milli daga og nú eru 7 skráðir í sóttkví samanborið við 10 í gær. Þetta er samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.

Smitum fjölgar um fimm á Norðurlandi eystra milli daga en í gær voru þrír skráðir í einangrun. 78 kór­ónu­veiru­smit greind­ust á landinu öllu í gær. Nítj­án voru í sótt­kví við grein­ingu og 59 utan sótt­kví­ar. 

Uppfært: Kaffið.is leitaðist eftir því að fá svör frá Almannavörnum og Heilbrigðisstofnun Norðurlands um hlutfall smita sem greindust í sóttkví, hlutfall smitaðra sem hafa verið bólusettir og nákvæmari staðsetningu smitanna en slíkar upplýsingar eru ekki gefnar út að svo stöddu.

UMMÆLI