Snjómokstur fer fram úr fjárhagsáætlun

Snjómokstur fer fram úr fjárhagsáætlun

Útgjöld Akureyrarbæjar fyrir snjómokstur eru orðin meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ástæðan er hin mikla snjókoma sem hefur verið undanfarið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að kostnaður við snjómokstur eftir óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku nemi einn og sér tugum milljóna króna fyrir bæinn.

50 manns á 40 ruðningstækjum hafa unnið við mokstur undanfarið til þess að halda helstu leiðum bæjarins opnum, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

UMMÆLI

Sambíó