Prenthaus

Snorri í Betel fær 7 milljónir í bætur frá Akureyrarbæ

Snorri í Betel.

Snorri Óskarsson fyrrum grunnskólakennari Akureyrarbæjar fær 7 milljónir króna í bætur frá bænum fyrir uppsögn og launa sem hann varð af. Snorra var sagt upp störfum hjá Akureyrarbæ, vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt í Hæstarétti í febrúar árið 2016.

Snorri fór fram á 12 milljónir króna í bótakröfu sem hann sendi Akureyrarbæ á síðasta ári. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði í gær að Akureyrarbær þyrfti að greiða Snorra 6,5 milljónir króna í bætur ásamt 500 þúsund krónum í miskabætur.

Snorri segir á Facebook síðu sinni að honum finnist hann hafa sett fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið sé ekki á sama máli. Hann huggar sig við það að hann hafi að minnsta kosti fengið tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða. Færslu Snorra má sjá hér að neðan.

UMMÆLI