Snorri Eldjárn heldur tónleika í Kólumbíu

Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson hefur á undanförnum mánuðum slegið í gegn í Kólumbíu með tónlist sinni. Snorri setur reglulega tónlistarmyndbönd á Facebook síðu sína þar sem tugir þúsunda fylgjast með honum.

Snorri eyddi þremur mánuðum í Cartagena í Kólumbíu árið 2016 þar sem hann varð mikið var við tónlist sem kallast Vallentato. Snorri fór aftur í heimsókn til Cartagena í október á síðasta ári og heimsótti fólkið sem hann bjó hjá áður. Lítil stelpa á heimilinu tók myndband af Snorra að syngja og setti á netið. Í kjölfarið fóru hlutirnir að gerast hratt og Snorri varð á skömmum tíma internet stjarna á svæðinu.

Vinsældir Snorra hafa aukist hratt síðan þá og í gær staðfesti hann að hann væri á leið í tónleikaferðalag um Kólumbíu. Snorri mun á einum mánuði spila í 6 borgum í Kólumbíu en hann ferðast þangað í lok janúar.

Viðtal við Snorra um tónleikaferðalagið birtist í næsta tölublaði af Norðurlandi vikublaði.

https://www.instagram.com/p/BeEAzWyliJ4/?taken-by=snorrieh

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó