Söfnuðu yfir 600 þúsund krónum fyrir Hollvini Sak

Söfnuðu yfir 600 þúsund krónum fyrir Hollvini Sak

Góðgerðavika Menntaskólans á Akureyri fór fram í síðustu viku. Nemendur og starfsmenn skólans söfnuðu samtals yfir 600 þúsund krónum til styrktar Hollvinum Sak.

Góðgerðavikan fer þannig fram að nemendur og kennarar skólans gera ýmsar áskoranir þegar ákveðin peningaupphæð hefur safnast. Til að mynda voru tveir nemendur 12 tíma á kajak á Pollinum við Akureyri og aðrir nemendur fóru 200 ferðir í rúllustiganum í Rúmfatalagernum á Glerártorgi.

Tónlistarfélag skólans hélt einnig góðgerðatónleika sem voru sýndir í beinni útsendingu á Facebook. Tónleikana má sjá í spilaranum hér að neðan.

https://www.facebook.com/tonlistarfelagma/videos/2871957059562558/
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó