Söfnun fyrir aðstandendur Sveinars Skjóldal

Söfnun fyrir aðstandendur Sveinars Skjóldal

Akureyringurinn Sveinar Skjóldal lést þann 4. maí síðastliðinn. Lætur Sveinar eftir sig þrjá syni, 6, 15 og 17 ára. Nú hafa vinir Sveinar tekið sig til og hafið fjársöfnun til styrktar sonum hans og öðrum aðstandendum. Gunnar Rafn Pálsson, vinur Sveinars, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær þar sem hann segir: „Með leyfi aðstandenda tókum við okkur nokkur saman og hrundum af stað söfnun fyrir drengina hans og aðstandendur svo að hægt sé að létta undir á þessum erfiðu tímum.“

Vilji fólk styðja aðstandendur er þeim bent á að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0515-14-412076

Kennitala: 220781-4459

UMMÆLI

Sambíó