Söfnun fyrir Garðar Smára sem missti aleigu sína í brunanum í Norðurgötu

Söfnun fyrir Garðar Smára sem missti aleigu sína í brunanum í Norðurgötu

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Garðar Smára Helgason sem missti aleigu sína í brunanum í Norðurgötu 17. nóvember síðastliðinn. Helgi Garðarsson, faðir Garðars, greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Garðar Smári er 22 ára og er á örorku vegna einhverfurófs en Foreldrar hans standa fyrir söfnuninni. Á Facebook síðu Helga kemur fram að Garðar hafi keypt íbúðina í janúar á þessu ári og að hún hafi verið nýuppgerð. Þetta hafi jafnframt verið hans fyrsta íbúð.

„Því miður var hann ekki með innbústryggingu vegna misskilnings milli hans og tryggingafélagsins. Og þar sem íbúðin var mjög gömul að þá dugar brunabótamat hússins engan veginn fyrir endurbyggingu þess. Hún dugar heldur ekki fyrir áhvílandi láni á íbúðinni. Þetta er skelfileg staða sem við óskum engum að þurfa að lenda í,“ skrifar Helgi á Facebook.

Hann stofnaði því styrktarreikning til þess að létta undir með syni sínum en hægt er að styrkja hann í gegnum styrktarreikning 0302-13-300033 og kennitölu 130969-3649.

„Yndislega fólk ef þið hafið einhver tök á að leggja honum lið þá yrði ég einstaklega þakklátur. Margt smátt gerir eitt stórt.“

UMMÆLI