Sóley er 15 ára og tekur 232.5 í hnébeygju – myndband

Þetta er alvöru

Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingarkona er er fædd árið 2001 sem þýðir að hún er ennþá í grunnskóla. Sóley sem æfir og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar undirbýr sig nú að kappi fyrir Íslandsótið sem hefst eftir 5 vikur og EM sem er 2 vikum seinna.

Við æfingar í morgun gerði Sóley sér lítið fyrir og lyfti 232.5 kílóum í hnébeygju en það er 2.5kg yfir núverandi evrópumeti stúlkna í  +84kg flokki. og 8.5kg frá heimsmetinu í sama flokki.

Lyftan er jafnframt sú þyngsta sem kona hefur tekið á Íslandi hingað til. Þessi glæsilegu tilþrif má sjá á myndbandi hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó