Söngsalur í Hofi fyrir alla bæjarbúa

Tónlistarskólinn á Akureyri og leikskólar bæjarins bjóða öllum bæjarbúum á söngsal í Hofi. Nú í vetur hófst nýtt samstarfsverkefni Tónlistarskólans, grunnskólanna og leikskólanna á Akureyri og kallast það Söngvaflóð.

Dagana 6. til 8. febrúar er komið að því að tveir elstu árgangarnir á leikskólunum, börn fædd 2012 og 2013, leyfi öllum að heyra hvað þau hafa verið að syngja í vetur.

Þessir hressu krakkar munu ásamt blásarasveit Tónlistarskólans flytja lög úr bókinni Trommur og Töfrateppi eftir Soffíu Vagnsdóttur tónmenntakennara og núverandi sviðsstjóra fræðslusviðs.

Allir söngsalirnir hefjast kl 10.  Þriðjudaginn 6. febrúar hefja Naustatjörn, Hulduheimar og Iðavöllur veisluna. Miðvikudaginn 7. febrúar koma Krógaból, Lundarsel, Tröllaborgir og Kiðagil í Hof og síðasta daginn, fimmtudaginn 8. febrúar er komið að Hólmasól og Pálmholti.

Allir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó