Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Sonja Hinrichsen heldur fyrirlestur í Deiglunni

Mánudaginn 26. júní mun San Francisco búinn og myndlistarmaðurinn Sonja Hinrichsen halda opinn fyrirlestur í Deiglunni kl. 17:30. Hún mun sýna nokkur af sínum verkefnum. Fjölbreytt efnistök eru í verkum Sonju en innblástur hennar er náttúrulegt umhverfi sem tengir saman rannsóknir hennar á stöðum í menningar- og sögulegu samhengi.

Sonja mun kynna verkefnið sitt „Snow Drawings“ (Snjóteikningar) þar sem hún leiðbeinir samfélögum við að búa til risavaxnar teikningar í snjódrifnu landslagi með því að ganga mynstur í snjóþrúgum. Hún mun einnig sýna myndbandsinnsetningar og samvinnuverkefni sín allstaðar úr heiminum, frá Kína til Íslands og Evrópu til Bandaríkjanna.

Sonja Hinrichsen lærði í Listaháskólanum í Stuttgart, Þýskalandi og hlaut mastersgráðu frá Listaháskólanum í San Francisco. Hún hefur sýnt á hóp- og einkasýningum um allan heim, þar á meðal DePaul Museum (Chicago), Shelburne Museum (Shelburne, VT). Kala Art Institute (Berkeley), Chandra Cerrito Gallery (Oakland), San Francisco Arts Commission Gallery, CPAC Denver, Saarlaendisches Kuenstlerhaus (Þýskaland), Organhaus (Kína), Pier 2 Art Center (Tævan). Hún hefur unnið til fjölmargra viðurkenninga og verðlauna, t.d. the Bemis Center, Djerassi, the Santa Fe Art Institute, Ucross Foundation, Valparaiso (Spánn), Fiskars (Finnland), Taipei Artist Village (Tævan), Saari (Finnland). Haustið 2009 vann hún sem gestalistamaður í Norður Carolina-Charlotte Háskólanum þar sem hún kenndi lista/rannsóknarkúrs sem endaði sem listamanna/nemenda sýning. Sumarið 2009 kenndi hún kúrs fyrir Háskólann í Norður Colarado og PlatteForum Denver til að kanna nýjar leiðir til að innleiða list í kennslu.

UMMÆLI