Sóttu slasaðan vélsleðamann í Böggvisstaðadal

Útkall barst til björgunarsveita á Dalvík og Ólafsfirði skömmu eftir hádegi vegna vélsleðamanns sem hafði slasast í Böggvisstaðadal, skammt frá Dalvík. Vísir greinir frá.

Maðurinn hafði fallið af sleða sínum og slasast frekar illa á fæti.

Björgunarsveitarmenn voru rúman hálftíma á vettvang og fluttu manninn til byggða þar sem sjúkrabíll beið og flutti hinn slasaða í snarhasti á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI