Spá 20 stiga hita – Sumarið komið?

Sundlaug Akureyrar á blíðviðrisdegi

Sumarið virðist vera komið ef marka má veðurspá fyrir landið næstu daga, þá sérstaklega á Norður-og Austurlandi. En spáð er allt að 20 stiga hita á landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veður­spá fyr­ir næsta sól­ar­hring:

Suðaust­an 13-23 m/​s, hvass­ast SV-til með snörp­um vind­hviðum við fjöll. Læg­ir held­ur síðdeg­is. Víða rign­ing eða súld, en skýjað með köfl­um NA-til og stöku skúr­ir. Úrkomum­inna í kvöld. Hiti 6 til 17 stig í dag, hlýj­ast N-lands. Suðaust­an 8-13 og skýjað við S- og V-strönd­ina fram­an af morg­un­degi, en ann­ars hæg­ari sunna­nátt og víða létt­skýjað. Hlýn­ar á morg­un og hiti að 20 stig­um NA-til.

Á miðviku­dag:

Suðaust­an 8-13 m/​s og skýjað S- og V-lands, en læg­ir og létt­ir held­ur til síðdeg­is. Hiti 10 til 16 stig. Hæg suðlæg átt og létt­skýjað á Norður- og Aust­ur­landi og hiti að 20 stig­um á þeim slóðum.

Á fimmtu­dag, föstu­dag og laug­ar­dag:
Hæg­ir vind­ar, víða létt­skýjað og hiti 13 til 20 stig, hlýj­ast inn til lands­ins, en sums staðar mun sval­ara í þoku­lofti við sjáv­ar­síðuna.

Á sunnu­dag:
Útlit fyr­ir suðvestanátt og skýjað við V-strönd­ina, en ann­ars yf­ir­leitt létt­skýjað. Áfram frem­ur hlýtt, einkum fyr­ir aust­an.

Á mánu­dag:
Snýst lík­lega í norðanátt og kóln­ar ört fyr­ir norðan, súld eða jafn vel slydda þar, en létt­skýjað og milt syðra.

UMMÆLI

Sambíó