NTC netdagar

Spilað upp á sjóðheita og seyðandi vinninga í partý bingó Simma og Villa í Sjallanum

Spilað upp á sjóðheita og seyðandi vinninga í partý bingó Simma og Villa í Sjallanum

Laugardaginn 18. nóvember verður svo sannarlega partý í Sjallanum. Von er á þeim Sigmari Vilhjálmssyni og Vilhelm Einarssyni norður yfir heiðar til þess að kenna Akureyringum að spila alvöru bingó, partýbingó. 

Ekkert venjulegt bingó

Þetta er ekkert venjulegt bingó því þarna þarna ríkir stemning, stuð og alvöru partý, sem bingó stjórar kvöldsins stýra með það eitt í huga að þú farir brosandi heim. Miðaverð er 3000kr en innifalið í því er miði inn, bingóspjald og sæti í húsinu, Miðasala fer fram hér (https://tix.is/is/event/16573/partybingo-simma-og-villa-i-sjallanum/?fbclid=IwAR0AHinf6xjRmEN5TA8C3e0RJBMRmyiSEZVkfRwMHO6Owdfl-xeSNu1m_x4) en eftir að gengið er frá miðakaupum er gott að bóka sæti á dori@sjallinn.is með nafni og fjölda.

Vinningar sem halda áfram að gefa

Vinningarnir eru ekki af verri endanum, meðal annars frá kynlífstækjaversluninni Blush.  Andvirði vinninga er rúmlega 400.000kr

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó